Litháen og framherjinn Arsenij Buinickij skrifaði undir samning við KA í dag. Hann kemur frá Levadia frá Eistlandi sem hann spilaði með í vetur. Tímabilið þar á undan lék hann með Ekranas í Litháen þar sem hann skoraði 18 mörk í 44 leikjum. Með Ekranas mætti hann FH í undankeppni Meistaradeildarinnar þar sem FH fór með sigur af hólmi. Hann lét þó ekki sitt eftir liggja þar sem hann skoraði í viðureigninni. Til gamans má geta að hann á að baki 9 landsleiki með futsal landsliði Litháa.
Þegar hann var beðin um viðtal þá sagði hann léttur í bragði að hann myndi reyna að svara á ensku en ef eitthvað væri ójóst þá myndi hann svara á íslensku. ,,Umboðsmaðurinn minn frá Slóveníu sagði að hann hefði ekki slæmt tilboð frá Íslandi. Frá góðu liði með markmið. Þannig þannig ég hafði möguleika á að koma hingað og ákvað að láta verða af því. Ég kom í gær, þetta er fínt lið og strákarnir eru vingjarnlegir þannig ég held að það sé ekkert vandamál að vera hérna.
,,Ég er framherji en ég vil einnig koma aðeins til baka og fá hann boltann í fæturnar og búa eitthvað til fyrir liðsfélaga mína með sendingum fram á við og stoðsendingum.
Þegar hann var spurður um íslenskan fótbolta þá nefndi hann fyrst Eið Smára og góðan árangur landsliðsins í undankeppni HM og hversu nálægt liðið var að komast alla leið. Hann spilaði gegn FH í Evrópukeppninni á síðasta ári og sagði hann að það hefði verið fínt lið enda höfðu þeir betur honum og liðsfélögum hans í Ekrenes.
Markmiðin eru skýr hjá honum fyrir sumarið en það er að KA verði á toppnum í lok sumars. Að lokum vildi hann koma á framfæri til KA-manna að hann vonaðist til að þeir myndu styðja við bakið á liðinu hvort sem gengi vel eða illa á vellinum.