Handknattleiksdeild KA boðar til auka-aðalfundar þriðjudaginn 14. apríl klukkan 18:00 í KA-heimilinu. Eina málið sem liggur fyrir er kosning stjórnar en eftir að því lýkur verða teknar umræður um komandi vetur og framtíðarsýn handknattleiksdeildarinnar og kvennaliðs KA/Þór.