Baldvin Ólafsson framlengir samning sinn við KA

Baldvin og Túfa við undirskriftina í dag
Baldvin og Túfa við undirskriftina í dag

Baldvin Ólafsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár, en hann skrifaði undir í dag. Baldvin, sem er 30 ára gamall, hefur verið í KA undanfarin tvö sumur eftir dvöl hjá Þór og Magna Grenivík. Baldvin er uppalinn KA maður.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir KA en Baldvin er varnarmaður sem leikur oftast sem bakvörður. Hann lék aðeins einn leik fyrir KA síðasta sumar en erfið meiðsl hafa hrjáð piltinn undanfarið ár. Hann lék þó 18 leiki með KA sumarið 2014. Baldvin hefur leikið ríflega 100 leiki í deild og bikar á Íslandi og því mikil reynsla sem fylgir honum. 

Samningur KA og Baldvins gildir út sumarið 2017.