Í morgun náðust samningar á milli KA og enska framherjans Ben Everson um að leika með liði KA á komandi leiktíð. Ben er 27 ára gamall Englendingur og er Íslendingum ekki ókunngur. Hann hefur leikið með Tindastól, Breiðablik og BÍ hér á landi en lék á síðasta tímabili í Svíþjóð.
Ben er væntanlegur á næstu dögum til félagsins og verður vonandi kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Gróttu í Lengjubikarnum sem fer fram á fimmtudaginn kl. 15:00 á Akureyri.
Ben hefur leikið 30 leiki í 1. deild á Íslandi með Tindastól og BÍ og skorað í þeim 17 mörk.
Ljóst er að Ben er gríðarlega góður liðsstyrkur fyrir KA og verður gaman að fylgjast með honum í gulu og bláu í sumar.