Birta Fönn Sveinsdóttir er íþróttamaður handknattleiksdeildar KA árið 2015

Birta Fönn Sveinsdóttir hlýtur útnefningu sem íþróttamaður handknattleiksdeildar KA fyrir árið 2015. Birta er 19 ára gömul en hún er markahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili. Birta er leiðtogi innan sem utan vallar hjá KA/Þór og hefur stimplað sig inn sem lykilmaður liðsins. Hún er meðal annars í liði fyrri umferðar yfirstandandi tímabils sem þjálfarar og starfsfólk liða völdu. Hún var á árinu valin í Afrekshóp HSÍ auk þess að spila með U19 ára landsliðinu í undankeppni EM. Birta hefur metnað til að ná langt og er metnaður hennar öðrum til eftirbreytni. Hún er vel að útnefningunni komin en hún var valin Íþróttamaður KA árið 2013.