Birta Fönn til Makedóníu

Mynd: Þórir Tryggvason
Mynd: Þórir Tryggvason

Í gær var tilkynnt um val á U19 ára landsliði Íslands í kvennaflokki. Þar átti KA/Þór einn fulltrúa, hana Birtu Fönn Sveinsdóttur. Birta mun því fara með liðinu til Makedóníu í apríl þar sem liðið mun taka þátt í undankeppni fyrir Evrópumótið í handknattleik.

KA-Sport.is vill óska Birtu til hamingju með valið og óska henni góðs gengis. Birta hefur leikið stórt hlutverk með KA/Þór undanfarna vetur. Í vetur hefur hún leikið 20 leiki og skorað í þeim 68 mörk.