Bjarki og Sveinn sömdu við KA á KA-deginum

Í gær var haldinn svokallaður KA-dagur sem gekk eins og í sögu og vel á þriðja hundrað manns litu við í KA-heimilið og gæddu sér á grjónagraut og slátri. Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar seldi ýmsan varning á vægu verði og knattspyrnudeildin samdi við tvo efnilega leikmenn. 

Bjarki Þór Viðarsson framlengdi samning sinn við KA en Bjarki hefur verið hluti af meistaraflokkshóp KA undanfarin ár, ásamt því að leika fyrir yngri landslið Íslands. Bjarki er fæddur árið 1997. Þá gerði Sveinn Helgi Karlsson sinn fyrsta samning við KA í gær, en Sveinn var að ganga upp úr 2. flokki KA á dögunum. Sveinn er fæddur árið 1996. 

KA-menn eru gríðarlega sáttir að hafa náð samningum við þessa ungu og efnilegu leikmenn.