Bjarki Þór Viðarsson fer á úrtaksæfingar hjá U17 næstu helgi.
Bjarki hefur staðið sig vel í vetur á æfingum með meistaraflokk og átti hann fínan leik með KA 2 gegn Völsungi í fyrsta leik í Kjarnafæðismótinu.
Æfingarnar eru hluti af undirbúningi U17 fyrir Milliriðil EM sem fer fram í Portúgal í lok mars. Ólafur Hrafn Kjartansson er meiddur og var því ekki valinn í þetta sinn.