Bjarki Þór Viðarsson og Gauti Gautason spiluðu alla þrjá leikina með U19 í undankeppni Evrópumótsins.
Árangur liðsins var þó vonbrigði en það beið lægri hlut gegn Króatíu, Tyrklandi og Eistlandi. Okkar menn byrjuðu alla leikina og spiluðu þá alla til enda sem verður að teljast jákvætt. Þeir félagar voru saman í vörninni, Bjarki Þór í bakverði og Gauti í miðverði. Í síðasta leiknum endaði Gauti með fyrirliðabandið eftir að Samúel Kári leikmaður Reading á Englandi fékk brottvísun.
Gauti Gauta hefur því leikið þrettán landsleiki fyrir ungmennalandslið Íslands og Bjarki Þór níu leiki en hann er einnig gjaldgengur í U19 ára lið Íslands á næsta ári.