KA mönnum boðið í kaffi og kleinur

Hver er ekki til í kaffi og kleinur?
Hver er ekki til í kaffi og kleinur?
Á föstudagsmorgun verður öllum KA mönnum boðið að koma í KA heimilið og eiga góða stund. Boðið verður upp á rjúkandi heitt kaffi og nýbakaðar kleinur. Menn geta hittst og spjallað um allt og ekkert, litið á framkvæmdirnar við pottaðstöðu félagsins o.fl. Kaffið og kleinurnar verða á boðstólnum frá kl 09:30. Við hvetjum alla til að mæta, n.k. föstudagsmorgun kl 09:30 og eiga góða stund.