Böggubikarinn var veittur í fyrsta sinn í dag á 87 ára afmælishátið KA.
Böggubikarinn, eru tveir farandbikarar, gefnir af Gunnari Níelssyni, Ragnhildi Jósefsdóttur og börnum þeirra til minningar um Sigurbjörgu Nielsdóttur, Böggu, systur Gunnars. Bögga var fædd þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011.
Böggubikarinn skal veittur þeim einstaklingum, pilti og stúlku, sem eru á aldrinum 16- 19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi.
Tilnefnd voru:
Frá blakdeild: Sóley Ásta Sigvaldadóttir og Gunnar Pálmi Hannesson.
Frá handknattleiksdeild: Arna Kristín Einarsdóttir og Daði Jónsson
Frá knattspyrnudeild: Anna Rakel Pétursdóttir og Ævar Ingi Jóhannesson
Böggubikarinn 2014 fengu: Arna Kristín Einarsdóttir og Ævar Ingi Jóhannesson