Borgunarbikarinn 2016: Heimaleikur gegn Stólunum

Tufa verður klár í slaginn
Tufa verður klár í slaginn

KA mætir Tindastóli í annari umferð Borgunarbikarsins 2016.  Leikurinn fer fram á KA-vellinum og hefst kl 19.00.  

Síðasta sumar átti KA góðu gengi að fagna í bikarnum en liðið féll úr keppni í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni á móti Val sem fór síðan alla leið og vann KR í úrslitaleiknum sjálfum.  Vonandi fáum við eitthvað slíkt ævintýri eins og sumarið 2015 en bikarkeppnin gefur sumrinu alltaf aukið vægi og aldrei að vita við hverju er að búast.

Aðgangseyrir aðeins 1.000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri.  Mætum á völlinn og hvetjum okkar menn til sigurs.  Áfram KA.