Byrjað að grafa fyrir gervigrasvellinum

Í dag var byrjað að grafa fyrir hinum nýja gervigrasvelli á KA-svæðinu.
Í dag var byrjað að grafa fyrir hinum nýja gervigrasvelli á KA-svæðinu.
Í morgun var hafist handa við að grafa fyrir væntanlegum gervigrasvelli á KA-svæðinu. Í stað moldar verður keyrt möl í holuna og síðan er ætlunin að fergja svæðið í ákveðinn tíma áður en lengra verður haldið með framkvæmdina. Eins og komið hefur fram er við það miðað að nýi gervigrasvöllurinn á Wembley, en það hefur þetta vallarsvæði verið nefnt í gegnum tíðina, verði tilbúinn til notkunar um miðjan júní nk.