Byrjað að skipta um gólf í íþróttahúsi KA

Allt er komið á fullt í að rífa upp gamla gólfið í íþróttahúsinu.
Allt er komið á fullt í að rífa upp gamla gólfið í íþróttahúsinu.
Í dag hófust framkvæmdir við endurnýjun gólfs í íþróttahúsi KA, en til hefur staðið í mörg undanfarin ár að fara í þessa framkvæmd, enda er hún löngu tímabær. Stórvirkum vinnuvélum er nú beitt til þess að rífa gamla dúkinn af gólfi íþróttahússins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þessi framkvæmd felur í sér að skipta um gólf í húsinu og einnig áhorfendabekki. Nýtt gólf verður sambærilegt við gólfið í nýja íþróttahúsinu við Síðuskóla - sem sagt dúkur á fjaðrandi gólfi. Gert er ráð fyrir að nýtt gólf verði komið á sinn stað í lok þessa mánaðar og bekkirnir verði uppsettir fyrir lok ágúst.