Callum Williams hefur framlengt samning sinn við KA um 2 ár.
Callum kom óvænt inn í lið KA í vor en hann og Orri Gústafs eru góðir vinir eftir að hafa spilað saman í háskólaboltanum í USA undanfarin ár. Orri plataði hann til að koma til landsins og spila með KA.
Callum hefur spilað alla leiki KA í sumar og verið algjör lykilmaður í liði okkar. Það er því mikið gleðiefni fyrir okkur að Callum sé búinn að framlengja samning sinn um 2 ár eða út árið 2017.
Verið er að vinna í því að framlengja við fleiri leikmenn og vonandi getum við komið með nánari fréttir af því á næstu dögum.