Davíð Rúnar í 100-leikja klúbbinn

Davíð í leik gegn Álftanesi í sumar. Mynd: Sævar G
Davíð í leik gegn Álftanesi í sumar. Mynd: Sævar G

Davíð Rúnar Bjarnason lék í gær sinn 100. leik fyrir KA. Davíð Rúnar hefur í þessum 100 leikjum skorað 7 mörk í deild og bikar fyrir félagið. Davíð Rúnar er uppalinn KA-maður sem hefur leikið allann sinn feril hjá félaginu. Davíð lék sinn fyrsta meistaraflokks leik sumarið 2008 þegar að hann kom inn á sem varamaður fyrir Túfa þjálfara gegn KS/Leiftri þá 17 ára gamall. Davíð Rúnar er næst leikjahæsti leikmaður KA í leikjum fyrir KA af núverandi leikmönnum liðsins en aðeins Atli Sveinn hefur leikið fleiri leiki.

Davíð er sannarlega fyrirmyndarleikmaður og kemur úr hinum geysi-sterka '91 árgangi KA-manna en í honum eru t.a.m. atvinnumaðurinn Haukur Heiðar Hauksson og Andri Fannar Stefánsson sem leikur í Pepsi-deildinni með Val.

Til hamingju Davíð Rúnar með þennan glæsilega áfanga!