Einn dagur í leik | Túfa ræðir um KA og sumarið

Nú er aðeins einn dagur í stóru stundina. Fótboltasumarið 2016 hjá KA hefst formlega á morgun þegar að KA tekur á móti Fram kl. 16:00 á KA vellinum.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um markmið KA í sumar, né mikilvægi leiksins á morgun. KA þarf allar hendur á dekk, hvort sem um ræðir stuðningsmenn, leikmenn eða bakhjarla liðsins. 

Heimasíðan tók þjálfara liðsins, Srdjan Tufegdzic í viðtal og afraksturinn má sjá hér að neðan.