Elfar Árni framlengir við KA til þriggja ára

Elfar og Túfa handsala samninginn
Elfar og Túfa handsala samninginn

Í dag skrifaði Elfar Árni Aðalsteinsson undir nýjan þriggja ára samning við KA. Elfar, sem kom til KA fyrir leiktímabilið 2015 frá Breiðablik er fæddur árið 1990 og er uppalinn hjá Völsung á Húsavík.

Elfar lék 26 leiki fyrir KA síðasta sumar og skoraði í þeim 13 mörk. Hann var gríðarlega öflugur í sókn KA-manna og mikill liðsstyrkur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elfar leikið 189 leiki í deild og bikar með KA, Breiðablik og Völsung og skorað 66 mörk. 

Það er því mikið ánægjuefni að KA hafi tryggt sér áframhaldandi þjónustu Elfars út árið 2018. Áfram KA!