Það voru ellefu KA-ungmenni sem fóru á landsliðsæfingar KSÍ í janúar.
Ásamt þeim þá fór Dalvíkingurinn Sindri Ólafsson á æfingar en hann lék með 3. fl félagsins sumarið 2013 ásamt því að hafa verið í æfingahóp meistaraflokks í vetur og staðið sig vel í Kjarnafæðismótinu.
Þá var fyrirliði Þór/KA, Arna Sif Arngrímsdóttir, fyrirliði U23 ára lið Íslands sem vann Pólland 3-1 þann 14. janúar í Kórnum. Einnig komu við sögu í leiknum Silvía Rán Sigurðardóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoraði þriðja mark Íslands.
Þeir leikmenn sem eru uppaldir í KA og fóru á æfingar í janúar:
U17 kvenna
Anna Rakel Pétursdóttir
Harpa Jóhannsdóttir
Margrét Árnadóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
U17 karla
Aron Dagur Jóhannsson
Áki Sölvason
Daníel Hafsteinsson
U19 karla
Árni Björn Eiríksson
Ólafur Hrafn Kjartansson
U21 karla
Fannar Hafsteinsson
Ævar Ingi Jóhannesson