Kjöri Íþróttamanns KA lýst nk. sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 8. janúar 2012 kl. 14:00, á 84. afmælisdegi Knattspyrnufélags Akureyrar, verður árlegt hóf í KA-heimilinu þar sem meðal annars verður farið verður yfir liðið ár og kjöri Íþróttamanns KA lýst. Þá verður öllum gestum boðið til herlegrar afmæliskaffiveislu. Allt KA-fólk er boðið hjartanlega velkomið í KA-heimilið til þess að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Nánari upplýsingar hér á heimasíðunni síðar í vikunni.


Eins og hefur komið fram eru fjórir íþróttamenn í kjöri til Íþróttamanns KA að þessu sinni - einn frá hverri deild KA. Þettu eru blakmaðurinn Filip Pawel Szewczyk, handknattleikskonan Martha Hermannsdóttir, júdókonan Helga Hansdóttir og knattspyrnumaðurinn Haukur Heiðar Hauksson.