Óðinn var á árunum í kringum 1950 ein aðalstjarna KA á hlaupabrautinni. Hann átti einnig að baki margra áratuga ötult starf að skíðaíþróttinni og málefnum hennar. Óðinn var mikill KA maður og muna margir eftir honum á leikjum meistaraflokks KA í handknattleik klæddan gulu KA skyrtunni með KA bindið.
Knattspyrnufélag Akureyrar sendir eftirlifandi eiginkonu hans, Gunnþóru Árnadóttur, börnum og fjölskyldum þeirra sínar dýpstu samúðarkveðjur.