Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði U19 þegar það sigraði Svíþjóð 3-0 í Kórnum í dag.
Fannar Hafsteinsson lék allan tíman í marki Íslendinga og Ævar Ingi spilaði rúmlega 70. mínútur á hægri kantinum. Ævar Ingi var með betri mönnum liðsins og verður gaman að sjá hann með KA-liðinu í sumar. Fannar getur einnig verið ánægður með leik sinn enda ekki annað hægt hjá markmönnum þegar þeir halda hreinu.