Félagsgjöld KA 2025

Nú er gífurlega mikið í gangi hjá okkur í KA, framkvæmdir á nýrri aðstöðu gengur vel og félagið heldur áfram að stækka. Í KA eru starfræktar sex deildir, knattspyrna, handbolti, blak, fimleikar, júdó og lyftingar og er félagið eitt það stærsta á landinu en nú eru yfir 1.500 iðkendur skráðir í KA.

Aðalstjórn KA samþykkti að félagsgjöld félagsins árið 2025 verði 6.500 kr og samkvæmt lögum félagsins ber félagsmönnum að greiða félagsgjald. Með félagsgjaldinu í ár mun fylgja glæsilegur KA bolli, óbrjótanlegur líkt og KA menn eru.

Í ár hefur Aðalstjórn einnig ákveðið að bjóða uppá fjölskyldugjald og er þá greitt 15.000 kr fyrir fjölskyldu og verða þá börn með sama lögheimili sjálfkrafa félagsmenn. Með fjölskyldugjaldi fylgja tveir glæsilegir KA bollar.

Félagsgjöldin skipta sköpum fyrir rekstur félagsins og þau eru mikilvæg fyrir uppbyggingu félagsins. Skráning í KA og greiðsla félagsgjaldsins fer í gegnum ka@ka.is

Félagsmenn sem skráðu sig og greiddu félagsgjaldið fyrir árið 2024 þurfa ekki að skrá sig á nýjan leik. Greiðsluseðill verður sendur til þeirra. Athugið að ef einhver vill breyta stöku félagsgjaldi yfir í fjölskyldugjald er hægt að hafa samband við gauti@ka.is

Senda þarf nafn félagsmanns og félagsmanna ef um fjölskyldu er að ræða, ásamt kennitölum félagsmanna og kennitölu greiðanda.

Einnig má koma í kaffi í KA heimilinu okkar og ganga frá gjaldinu hjá Gauta.