Fimm frá KA í landsliðsúrtökum í handbolta

Sigþór Gunnar Jónsson er í u18 ára landsliðinu.
Sigþór Gunnar Jónsson er í u18 ára landsliðinu.

Fimm drengir frá KA voru á dögunum valdir til þess að æfa með U16 og U18 ára landsliðum karla í handbolta.

Í U16 ára landslið karla, sem Heimir Ríkharðsson þjálfar, voru valdir:
Dagur Gautason
Ottó Björn Óðinsson
Jónatan Marteinn Jónsson
Þeir munu æfa saman næstu daga og leika þrjá leiki við unglingalandslið Grænlands

Í U18 ára landslið karla, sem Kristján Arason og Einar Guðmundsson þjálfa, voru valdir:
Sigþór Gunnar Jónsson
Ásgeir Kristjánsson
Þeir æfa með liðinu um helgina.

Þá var Bernharð Anton Jónsson, markvörður Akureyringa, valinn í U20 ára liðið.

Heimasíðan óskar þessum drengjum til hamingju með valið!