Fimm stelpur frá Þór/KA í byrjunarliði U17

Anna Rakel skoraði í sínum fyrsta landsleik.
Anna Rakel skoraði í sínum fyrsta landsleik.

Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Saga Líf voru allar í byrjunarliðinu gegn U17 þegar það vann Wales 4-0. 

Anna Rakel spilaði allan leikinn á miðjunni og skoraði hún fjórða mark Íslands með þrumuskoti af 25 metra færi.

Harpa spilaði byrjaði í marki Íslands og var tekin útaf á 68. mín. Hún hélt því hreinu í sínum fyrsta landsleik.

Saga Líf byrjaði í vinstri bakverði Íslands og var tekin útaf á 58. mín. Til gamans má geta að hún var eini leikmaður Íslands á yngra ári í byrjunarliði. Í hópnum eru ásamt Sögu Líf þrjár aðrar á yngra ári.

Í byrjunarliði Íslands voru einnig tvær stelpur úr Þór og var því hálft byrjunarliðið frá Þór/KA. Það er líklegt að aldrei hafi verið jafn margir leikmenn frá Akureyri í byrjunarliði hvort sem um er að ræða U17 kvenna eða önnur landslið Íslands. Andrea Mist skoraði annað mark Íslands og samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var það einnig þrumufleygur líkt og hjá Önnu Rakel. Karen Sif spilaði líklega sem hægri bakvörður.

Næsti leikur liðsins er á morgun gegn heimastúlkum frá Norður-Írlandi kl. 16:00.