Fjölmennum og hvetjum strákana í mfl. karla í blaki!

Meistaraflokkur KA í blaki tekur á móti HK í öðrum leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram í KA-heimilinu sunnudaginn 22. apríl og hefst kl. 18. Allir KA-menn - hvaða grein sem þeir stunda - eru hvattir til þess að fjölmenna og styðja strákana til sigurs. Þeir eiga á brattann að sækja eftir 3-0 tap í fyrsta leiknum og því er kraftmikill stuðningur þeim mikilvægur.