Fjölmennum á Akureyrarvöll annað kvöld !

Áfram KA !
Áfram KA !

Næstkomandi þriðjudag, 18. september, kl. 17 fer fram stærsti leikur sumarsins á Akureyrarvelli þegar heimaliðin KA og Þór leiða saman hesta sína í úrslitaleik um VISA-bikarinn í 2. flokki karla. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þetta er sannkallaður stórleikur og ekki á hverjum degi sem spilað er til úrslita um VISA-bikar á Akureyrarvelli.

Ókeypis er á völlinn og verður boðið upp á grillmat fyrir vallargesti.

Skorað er á alla KA-menn, jafnt unga sem aldna, að fjölmenna nú á völlinn og styðja vel við bakið á strákunum. Við höfum nú þegar landað einum Íslandsmeistaratitli og nú viljum við einnig fá VISA-bikar í KA-heimilið! Áfram KA!!!