Næsti leikur KA er á morgun gegn Fjölni í Grafarvoginum og hefst hann kl 16. Við sitjum sem stendur í stjötta sæti með fjögur stig,
gestgjafar okkar hafa fimm stig í fimmta sæti.
Vikudagur birti í gær viðtal við Gulla þjálfara sem við fengum samþykki blaðsins til að nota hér og
þökkum við það.
„Mér sýnist mótið fara af stað í heild sinni eins og maður bjóst við. Þetta er
gríðarlega jafnt og eiginlega jafnara en maður hélt í byrjun. Þetta sýnir að liðin verða að vera á tánum í hverjum
einasta leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari knattspyrnuliðs KA.
Þegar þrjár umferðir eru búnar í
1. deild karla í knattspyrnu er KA með fjögur stig í sjötta sæti, en Haukar og Víkingur Ólafsvík eru á toppnum með með sjö
stig hvort. „Einn til tveir sigrar í röð hjá okkur og þá erum við komnir í bullandi toppbaráttu og öfugt ef förum að tapa
leikjum. Þannig að það getur allt gerst í þessu. Við erum ennþá að slípa okkar leik saman og þetta er að þokast í
rétta átt eftir slæma byrjun í fyrsta leiknum,“ segir Gunnlaugur.
KA sækir Fjölnir heim á laugardaginn kemur en
þetta verður þriðji útileikur KA í fyrstu fjórum umferðunum. Fjölnir er á svipuðum slóðum og KA en liðið hefur fimm
stig í fjórða sæti deildarinnar. Fjölnir burstaði ÍR, 5-0, á útivelli í síðustu umferð á meðan KA gerði 1-1
jafntefli við Víking R. á heimavelli.
„Það er ljóst að við erum að fara
mæta funheitu Fjölnisliði um helgina og þetta verður erfitt verkefni. Þetta er enn einn útileikurinn en við munum spila marga útileiki í fyrri
umferðinni en eigum fyrir vikið fleiri heimaleiki inni í þeirri seinni. Við verðum að reyna að komast þokkalega frá þessum útileikjum og
kroppa í stig,“ segir Gunnlaugur.
Vonandi er að KA fólk á suðvestur horninu haldi
áfram að fjölmenna, stuðningur ykkar gegn Leikni á dögunum var magnaður. Við hin getum horft á leikinn á www.sporttv.is en sú
stöð sýnir viðreignina beint.
Áfram KA.