Fjórir dagar í fyrsta leik | Óskar Bragason í spjalli

Nú eru aðeins fjórir dagar í fyrsta leik KA í Inkassodeildinni árið 2016. KA tekur á móti Fram á KA velli kl. 16:00 á laugardaginn

Óskar Bragason er aðstoðarþjálfari KA í sumar en hann er öllum hnútum kunngur hjá félaginu en hann hefur bæði verið hér sem leikmaður og þjálfari yngri flokka. Heimasíðan plataði Óskar í smá spjall um komandi sumar og afraksturinn má sjá hér að neðan.