Fræðslufyrirlestur í KA-heimilinu á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn kemur verður Stefán Birgir Birgisson, ÍAK einkaþjálfari og eigandi SB-Sport, með fræðslufyrirlestur í KA-heimilinu.

Umfjöllunarefni er mikilvægi styrktarþjálfunar frá vöggu til grafar. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og verður í stóra spegla-salnum í þetta skiptið.

Frítt er inn og heitt verður á könnunni. Foreldrar og iðkendur sérstaklega hvattir til að mæta.