Fræðslufyrirlestur í KA-heimilinu á mánudaginn

Á morgun, mánudag mun síðasti fræðsufyrirlestur vetrarins fara fram í KA-heimilinu kl. 20:00.

Einn af okkar fremstu sjúkraþjálfurum, Stefán Ólafsson, mun flytja erindi sem hann kallar "Forvarnarþjálfun = rétt þjálfun - Að varna ójafnvægi og meiðslum á öllum aldri."

Þetta er sjöundi fyrirlestur vetrarins og er öllum velkomið að mæta. Iðkendur og foreldrar þeirra, sem og þjálfarar, eru sérstaklega hvattir til að mæta.