Fram tekur á móti KA

Juraj Grizelj verður vonandi orðinn klár í slaginn
Juraj Grizelj verður vonandi orðinn klár í slaginn

Á laugardaginn, 18. júlí, tekur Fram á móti KA í Úlfarsárdalnum í Grafarholti. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og hvetjum við alla KA-menn, nær og fjær, til þess að fjölmenna á völlinn og styðja sitt lið. 

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi leiksins eftir að liðinu mistókst að vinna Grindavík í síðustu umferð. Fram hafa verið vaxandi það sem af er sumri en í leik liðanna í maí, sem fór fram á KA-velli, skildu liðin jöfn, 3-3.

Eins og áður segir hefst leikurinn kl. 16:00 á morgun, laugardag.