Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2011 verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 17. febrúar kl. 18.00. Á dagskrá fundarins er
afgreiðsla reikninga og önnur mál. Undir liðnum önnur mál mun Gunnlaugur Jónsson, þjálfari mfl. kk, fara vítt og breitt yfir sviðið
í knattspyrnunni í félaginu og þá mun Einar Helgason veita viðtöku viðurkenningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Við hvetjum
KA-félaga til að fjölmenna á fundinn og taka virkan þátt í starfi deildarinnar.
Aðalfundur knattspyrnudeildar fyrir árið 2011 var haldinn 5. desember sl. og í lok þess fundar var honum frestað fram í febrúar, þegar fyrir
myndu liggja reikningar deildarinnar fyrir liðið starfsár.
Leyfiskerfi KSÍ kveður á um að fjárhagsgögn, þar með talið ársuppgjör, berist KSÍ í síðasta lagi 20.
febrúar, nk. mánudag. Þess vegna þarf að staðfesta reikningana á framhaldsaðalfundi fyrir þann tíma.