Fundur með nefndum og stjórnum í KA var haldinn á dögunum

Frá fundinum
Frá fundinum

Aðalstjórn KA boðaði til tveggja funda um málefni félagsins, fyrri fundurinn var haldinn miðvikudaginn 26. september í KA Heimilinu. Á þann fund komu þeir sem sitja í ráðum og stjórnum félagsins. Fundurinn hófst með því að deildir félagsins kynntu stuttlega starfsemi sína, þá kom Hrefna Torfadóttir með umfjöllun um fyrirmyndarfélag ÍSÍ og að lokum fór Gunnar Jónsson framkvæmdstjóri KA yfir samninga á milla Akureyrarbæjar og KA.

Hér er stutt umfjöllun um það sem fór fram á fundinum........

Sigurður Arnar Ólafsson kom fyrstur, fór yfir sögu blakdeildar, kynnti starfsemi hennar og sýndi myndir frá starfinu.
Hann talaði m.a. ófullnægjandi aðstöðu sem blakdeildin býr við í Laugagötu, en þar þarf blakdeildin að æfa 9 tíma á viku. Hann sagði frá öldungaliðunum, en þau eru þrjú talsins, 1 karla og 2 kvenna. Hann sagði frá uppbyggingu í mfl. deildarinnar, bæði í karla og kvenna. Greinilegt er að frábært starf er unnið innan deildarinnar.

Hilmar Trausti Harðarsson kom og sagði frá Júdódeildinni. Í máli hans kom fram að júdódeild KA er með fjölmennustu yngriflokkana á íslandi í dag. Hann sagði frá því að deildin hefi sent 5 einstaklinga á alþjóðaleikana í Reykjavík í sumar.

Óskar Þór Halldórsson sagði frá yngriflokkastarfi knattspyrnudeildar. Hann talað um hversu umfang yngriflokkana er mikið, en æft er allan ársins hring. 350 krakkar æfðu fótbolta í sumar. Hann vék einnig að því að plássið á KA svæðinu væri orðið of lítið og biðu menn með óþreyju eftir svæði í Naustahverfi. Hann talaði einnig um hversu mikilvægt væri að koma á stætóferðum á milli KA-Heimilsins og Bogans. Hann sagði frá því hversu frábært gengi yngriflokkana hefur verið í sumar. t.d. urðu 3.fl Íslandsmeistarar.

Tómas Lárus Vilbergsson kom og kynnti knattspyrnudeildina. Hann talaði um það hversu mikilvægt væri að hafa framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar starfandi því starf knattspyrnudeildar er gífurlegt. Hann vildi ekki eyða mörgum orðum í gengi meistaraflokks en talaði um hversu ánægður hann væri með gengi yngriflokkana líkt og Óskar. Hann talaði um knattspyrnu akademíuna sem sett var á stofn í sumar sem hefur gengið geysilega vel.

Hrefna Torfadóttir leyddi fundargesti í allan sannleikan um fyrirmyndarfélagið KA. En fyrirmyndafélag ÍSÍ er gæðaverkefni sem beinist aðalega að starfi yngriflokka þess félags sem hefur hlotið þessa viðurkenningu. Mikil vinna liggur að baki þessa titils, en þær Hrefna og Helga Steinun frv. formaður unnu ötulega að því. KA varð fyrirmyndarfélag 2006, en viðurkenningin var veitt á æfmæli KA það ár. Hrefna fór svo yfir gátlista fyrirmyndarfélaganna frá ÍSÍ.

Erlingur Kristjánsson kom og kynnti starf handknattleiksdeildar. Hann sagði fundargestum frá því að handknattleiksdeildin hefur áhveðið að starfrækja akademíu í vetur, líkt og kanntspyrnudeildin hefur gert í sumar. Einnig kom hann að mikill manneklu, en ílla hefur gengið að manna í þjálfara stöður í vetur.

Eftir stutt fundarhlé sagði Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri frá þeim samningum sem gerðir voru við Akureyrarbæ á árinu. Hann skýrði frá áætlunum um uppbyggingu á svæðinu ofl. Svo undir lokin ræddu menn saman og gafst fundargestum tækifæri til að leggja fram spuningar.