Fyrsti heimaleikur á þessu sumri.

Ævar Ingi á fullri ferð.
Ævar Ingi á fullri ferð.
Á morgun tökum við á móti Fjölni frá Grafarvogi  í annar umferð íslandsmótsins í knattspyrnu.  Leikurinn fer fram  í Boganum og hefst kl 14. Í fyrstu umferð  vann lið Fjölnis  2 - 1 sigur gegn  liði Fjallabyggðar  og eins og fólk rekur minni til  náðum við í þrjú góð stig  á Selfoss.   
Leikir okkar gegn  Fjölni  eru oftast skemmtilegir og  mikið er skorað í þeim svo fólk verður ekki svikið af  því að gera sér ferð í Bogann. 

 Í spá  vefmiðilsins fotbolti.net  fyrir mót var Fjölni spáð sjöunda sæti, en margir vorur undrandi yfir þeirri spá og telja þeir að liðið verði mun ofar  í haust en þessi spá boðar. 

,, Þeir eru sprækir og ekkert lið gengur að stigunum vísum" gegn þeim segja álitsgjafar heimasíðu.

Leikmenn okkar eru tilbúnir í slaginn og þá þyrstir í að leiðrétta  það sem aflaga fór sl. mánudag, og verður gaman að sjá hvernig til tekst. 

Dómari leiksins er Guðmundur Ársæll Guðmundsson,  honum til aðstoðarar verða Jan Eric Jessen og  Marínó Steinn Þorsteinsson.

Sjáumst í Boganum kl 14 á morgun,  miðaverð er kr. 1500 en frítt er fyrir 16 ára og yngri.