Fyrsti heimaleikur stelpnanna í KA/Þór

Á laugardaginn klukkan 15.00 tekur KA/Þór á móti Fylki í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þetta er fyrsti heimaleikur liðsins í vetur.

Liðið gerði jafntefli við FH í fyrsta leik sínum en tapaði svo gegn Selfossi um síðustu helgi. Fyrsti sigurinn er því takmarkið á laugardaginn!

Ársmiðasala liðsins er komin á fullt og verður hægt að kaupa miða á litlar 6000 krónur á alla deildarleiki liðsins í vetur. Innifalið er hálfleikskaffi að venju!

Fylkir hefur á góðu liði að skipa en við hlökkum til að taka á móti þeim á laugardaginn.

KA/Þór vs. Fylkir

Laugardagurinn 26. September

15.00

KA-heimilinu