Fyrsti dagur æfinga og leikjaskóla í dag (Myndir)

Í dag, 8. júní, hófust fótboltaæfingar yngriflokka og leikjaskóli KA á KA svæðinu. Mikið líf færist jafnan yfir svæðið þegar þetta gerist og var fjöldi iðkenda og foreldra kominn á svæðið snemma í morgun. Leikjaskóli KA verður starfræktur fram í ágúst en alls verður boðið upp á fjögur tímabil. Hægt að spyrjast fyrir um leikjaskólan og æfingar yngriflokka í síma 462 3482.

Einnig er yngriflokkaráðið með tölvupóst yngriflokkarad@gmail.com þar er einnig hægt að beina fyrirspurnum varðandi fótboltaæfingar.