KA mætti á Kaplakrika og mætti FH í undanúrslitum Coca-Cola Bikarsins sumarið 2001. KA sem lék í 1. deildinni það sumarið mætti sterku liði FH og bjuggust flestir við sigri þeirra svarthvítu. KA liðið mætti hinsvegar gríðarlega vel stemmt til leiks og fór á endanum með öruggan sigur af hólmi 0-3. Hreinn Hringsson kom KA yfir í fyrri hálfleik áður en Ívar Bjarklind og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson bættu við mörkum í síðari hálfleik.
KA liðið var öflugt þetta sumarið og fór að lokum upp í deild þeirra bestu sem hét á þeim tíma Símadeildin ásamt því að vera ótrúlega nálægt því að standa uppi sem sigurvegari í sjálfum bikarúrslitaleiknum gegn Fylki.
Sjón er sögu ríkari en hægt er að sjá myndband frá leiknum hér að neðan.