Glæsilegur KA trefill kominn í sölu

Menn mátuðu trefilinn.
Menn mátuðu trefilinn.
Nú fyrr í dag kom skemmtileg sending frá Englandi þegar treflar sem unnið hefur verið í að kaupa fyrir félagið í þónokkurn tíma enduðu ferð sína og mættu í félagsheimilið okkar.

Treflarnir eru hinir glæsilegustu eins og má sjá á meðfylgjandi mynd af strákunum vera máta þá í dag.

Verðið á hverjum trefli verður 2.500 krónur. Hinsvegar ætlum við að bjóða fólki að ef það kaupir 3 stykki eða fleiri í einu að fá þá á 2.000 krónur, enda þurfa allir á heimilinu að eiga sinn trefil.

Frá og með morgundeginum verður trefillinn kominn í sölu upp í KA heimili. Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar er hægt að hafa samband við Ólaf í síma 824-2720 eða Ragnar í 865-1712, sem og KA heimilið - 462-3482 (frá og með morgundeginum)