Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, fékk mjög fallegan verðlaunagrip, svokallaðan formannabikar, sem fyrrverandi formenn gefa. Einnig fékk hún farandbikar, sem var í fyrsta skipti afhentur í dag, en hann gefur Arionbanki. Þessi glæsilegi gripur,sem er úr keramiki, verður á næstu árum afhentur þeim íþróttamönnum sem verða útnefndir íþróttamenn KA.