Góður félagi fallinn frá

Þórlaugur Ragnar Ólafsson lést í umferðarslysi þann 22. desember síðastliðinn. Þórlaugur hafði æft bæði handbolta og fótbolta með KA og var vinamargur innan félagsins. Höggið er þungt og söknuður af góðum dreng mikill, stórt skarð er höggvið í okkar litla samfélag.

KA sendir fjölskyldu, vinum og aðstandendum Þórlaugs innilegar samúðarkveðjur og viljum við benda á reikning sem hefur verið stofnaður fyrir fjölskyldu Þórlaugs.

Reikningsnúmer: 566-04-250192
Kennitala: 0601814389