KA dagur var haldinn í dag, eins og venja er á þessum árstíma. Þar var boðið upp á mjólkurgraut og slátur sem gestir, ungir sem aldnir, geru góð skil. Deildir og ráð félagsins aðstoðuðu aðstandendur iðkenda við hið nýja Nora skráningarkerfi.
Vísir að almenningsíþróttadeild varð til í dag þegar gönguhópur lagði vasklega af stað um hádegið. Gengið verður alla laugardaga frá KA heimilinu kl 10.30 og eru allir velkomnir. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég hvet alla til að koma í KA heimilið og leggja af stað í göngu kl 10.30 á laugardegi og koma svo og fá sér kaffisopa á eftir. Fyrir alla þá foreldra sem eiga börn á æfingum er um að gera að skella sér með í hópinn meðan börnin klára æfingarnar.
Ég vil svo þakka öllum sem komu að KA deginum á einn eða annan hátt.
Hrefna G. Torfad.,
formaður KA