Grautardagur KA er á laugardaginn

Allir velkomnir í graut og slátur í KA-Heimilinu!
Allir velkomnir í graut og slátur í KA-Heimilinu!

Hinn árlegi grautardagur KA verður haldinn með pompi og prakt á laugardaginn klukkan 11:30 til 13:00. Eins og venjulega verður grjónagrautur og slátur á boðstólum og hvetjum við alla KA-menn til að líta við í KA-Heimilið og njóta samverunnar en grautardagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Þá verður ýmiss KA varningur til sölu á svæðinu og ansi sniðugt að skoða úrvalið hvort sem er fyrir mann sjálfan eða sem jólagjafir. Við hlökkum til að sjá ykkur!