Grautur, skúffukakka og fyrsta skóflustunga nýja gervigrasvallarins á morgun

Það verður mikið um að vera í KA-heimilinu á morgun og síðan aftur annað kvöld þegar blásið verður til mikillar 85 ára afmælishátíðar.

Klukkan 13 til 15 verður opið hús í KA-heimilinu þar sem boðið verður upp á mjólkurgraut og skúffuköku og við þetta tækifæri verður tekin fyrsta skóflustunga að nýja gervigrasvellinum, sem  mun koma sunnan KA-heimilsins. Einnig verður úthlutað styrkjum úr Minningarsjóði Jakobs Jakobssonar.  Allir félagsmenn, iðkendur og velunnarar félagsins eru hvattir til þess að koma á morgun og fagna merkum áfanga í sögu KA. Lengi hefur verið beðið eftir fyrsta gervigrasvellinum utanhúss á Akureyri og það er sérstakt fagnaðarefni að honum hafi verið fundinn staður á félagssvæði KA.