Vegna breytinga á rekstrarfyrirkomulagi knattspyrnudeildar KA hefur stjórn deildarinnar og Gunnar Gassi Gunnarsson komist að samkomulagi um að hann láti af störfum framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KA.
Gassi hefur til margra ára starfað sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA auk þess sem hann var um tíma stjórnarmaður í knattspyrnudeildinni. Í tvö ár starfaði hann hjá FH í Hafnarfirði en kom aftur norður og tók við sínu gamla starfi.
Stjórn knattspyrnudeildar KA þakkar Gassa fyrir vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild og félagið í heild sinni og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Ég vil þakka leikmönnum, stjórnarmönnum og hvað ekki síst öllum sjálfboðaliðum fyrir frábært samstarf á undanförnum árum. KA er stórt félag sem á heima í deild þeirra bestu, vona ég að því takmarki verði náð að ári.