Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, afhenti Gunnari Jónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins gjöf á KA-deginum í dag sem þakklætisvott fyrir hans mikla framlag til félagsins undanfarinn röskan áratug,sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra. Gjöfin var hin glæsilega bók Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra, Þúsund og ein þjóðleið.
Sævar Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KA og mun hann taka við starfinu þann 1. mars nk. Þangað til annast Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, einnig framkvæmdastjórn félagsins.