Haldið verður upp á 85 ára afmæli KA með stórri veislu

Mætir KA bandi aftur eftir 5 ára hlé?
Mætir KA bandi aftur eftir 5 ára hlé?

Verið er að vinna að því að setja saman stóran og flottan KA viðburð 12. janúar 2013. KA verður 85 ára 8. janúar 2013 og í tilefni þess ætlar KA að halda veglega hátíð. Veislan verður í anda 80 ára afmælis félagsins en þeir sem þar voru muna vel hve vel til tókst, enda ógleymanleg stund.
Þetta er eitthvað sem þú vil ekki missa af. Ef þú misstir af 80 ára afmælinu þá er þetta tækifæri til þess að upplifa það, ef þú varst í afmælinu þá veit ég að þú vilt upplifa það aftur.

KA er einstakt félag og fátt skemmtilegra en þegar KA fólk kemur saman og skemmtir sér eins og því einu er lagið.

Fyrirhugað er að birta dagskrá hátíðarinnar fyrir miðjan næsta mánuð.

Fylgist með hérna á ka-sport.is því þú vilt ekki missa af þessu.

Bestu KA kveðjur,
Afmælisnefndin