Hamingjuóskir frá blakdeild HK

Í morgun barst blakdeild KA svohljóðandi heillaóskaskeyti frá blakdeild HK:

Fyrir hönd HK óska ég blakdeild KA innilega til hamingju með glæsilegan sigur í Asics bikarnum árið 2012 og þakka fyrir skemmtilegar viðureignir á blakvellinum á tímabilinu. Þið eruð vel að þessu komin, hamingjuóskir enn og aftur!

Hrafnhildur Theodórsdóttir
Formaður blakdeildar HK