Laugardaginn 12.desember ætlar meistaraflokkur karla í KA að bjóða upp á hangikjötsveislu. Hangikjötsveislan er liður í fjáröflun þeirra fyrir æfingaferð erlendis.
Veislan verður í KA heimilinu og húsið opnar kl. 19:00. Á boðstólunum verður hangikjöt og meðlæti, sem og kaffi og konfekt í eftirrétt. Hægt verður að kaupa sér drykki á staðnum. Við hvetjum ykkur til að koma og eiga góða kvöldstund í KA heimilinu og styrkja strákana okkar í leiðinni.
Miðinn kostar 3500kr og er borgað á staðnum þegar fólk mætir. Hægt er að láta vita um þátttöku hjá Siguróla í gegnum tölvupóst (siguroli@ka.is) eða Önnu Birnu (annabirna68@gmail.com s: 8934329). Einnig er hægt að hafa samband við strákana í liðinu.