Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi formaður KA og heiðursfélagi KA, níræður

Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi KA er níræður í dag 21. janúar. Knattspyrnufélag Akureyrar óskar honum innilega til hamingju með daginn og þakkar Haraldi fyrir þau margvíslegu og óeigingjörnu störf sem hann hefur unnið fyrir félagið sem verða í minnum höfð og seint fullþökkuð. Einnig óskar félagið eiginkonu hans Elísabetu Kemp Guðmundsdóttir og afkomendum þeirra til hamingju með daginn.

Haraldur gekk í KA árið 1938 og hefur um margra áratuga skeið unnið að hinum ýmsu verkefnum og trúnaðarstörfum fyrir félagið auk þess sem hann starfaði á öðrum sviðum íþróttahreyfingarinnar einnig.

Haraldur var mjög virkur bæði í félagsstörfum á hinum ýmsu sviðum sem og ritstörfum.

Hér á eftir verða talin upp störf hans fyrir íþróttahreyfinguna og viðurkenningar sem hann hefur hlotið fyrir þau störf, eftir þeim upplýsingum sem við höfum. Í þessa upptalningu gæti vantað eitthvað sem ekki eru til skráðar heimildir fyrir. Ekki verður getið hér félagsstarfa og viðurkennninga á öðrum sviðum.

Störf fyrir íþróttahreyfinguna svo sem:

  • Í stjórn Frjálsíþróttadeildar Knattspyrnufélags Akureyrar um árabil og starfaði við flest frjálsíþróttamót á Akureyri 1941 – 1983,
  • Í stjórn Skíðaráðs Akureyrar 1950 – 1951,
  • Í stjórn Skíðasambands Íslands 1953 – 1958,
  • Varaformaður Skíðasambands Íslands 1953 – 1958,
  • Ritari Skíðasambands Íslands 1955 – 1958,
  • Fararstjóri frjálsíþróttaflokka til Rostock 1960, Västerås 1968, Helsinki 1971 og Bodö 1979,
  • Ritari stjórnar KA 1958 – 1962,
  • Formaður KA 1976 – 1979.
  • Í sögunefnd Knattspyrnufélags Akureyrar 2015 –.

Haraldur hefur einnig hlotið ýmsar viðurkenningar frá íþróttahreyfingunni fyrir hin ótal mörgu störf sín svo sem:

  • Gullmerki Íþrótta og Ólympíusambands Íslandssambands 1978,
  • Heiðurskross Íþrótta og Ólympíusambandsins,
  • Heiðursfélagi Knattspyrnufélags Akureyrar 1985,
  • Heiðurskross Skíðasambands Íslands 1996,
  • Heiðursfélagi Íþrótta og Ólympíusambands Íslands 2002,
  • Heiðursfélagi Frjálsíþróttasambands Íslands 2014.

Auk allra þessara viðurkenninga hefur Haraldur fengið hinar ýmsu viðurkenningar fyrir félagsstörf sín á öðrum sviðum og m.a. var hann gerður að Riddara hinnar Íslensku fálkaorðu 1998.

                      

Haraldur starfaði ekki einungis mikið að félagsstörfum heldur voru ritstörf einnig hluti af hans miklu vinnu fyrir hin ýmsu félög.

Hér verður einungis getið þeirra sem snúa að íþróttahreyfingu

  • Skíðakappar fyrr og nú, Akureyri 1981,
  • Ritgerðir: Upphaf skíðaíþróttarinnar á Íslandi, í Heima er best, 1957,
  • Saga skíðaíþróttarinnar, í Vetraríþróttahátíðarblaðinu 1970,
  • Ritstj.: Afmælisrit KA, 25 ára (með öðrum), 1953,
  • Afmælisrit KA, 30 ára ,1958,
  • Í ritnefnd afmælisbókar KA, 60 ára,1988
  • Ritstjóri afmælisbókar KA, 70 ára, 1998.

 Knattspyrnufélag Akureyrar þakkar fyrir að fá að njóta krafta þessa duglega og áhugasama KA manns og vonar að það verði svo um ókomin ár.